Mér fannst gott að vera í München fyrir tæpum fjórum áratugum. Hvítklæddar löggur keyrðu um á BMW og gerðu ekkert. Blaðurfulltrúi Bæjaralands spurði mig, hvort ég vildi ekki fremur sjá fótbolta en tala um pólitík. Við sátum á kontórnum hans, horfðum á sjónvarpið og drukkum viskí. Spiegel skrifaði, að borgin væri hin hulda höfuðborg Þýzkalands. Æ síðan hafa íbúar þessarar krataborgar í heiðbláu íhaldi Bæjaralands reynzt mér notalegir. Enda segir ný úttekt í ferðabransanum, að München sé bezta ferðaborg Evrópu næst á undan Kaupmannahöfn. Sameinar ríkidæmi, fáa glæpi, brosmilda borgara á BMW.