Bretar flúðu Basra

Punktar

Bretar hefur gefizt upp í Írak og afhent Basra, næststærstu borg Íraks, í hendur skæruliða sjíta. 5.000 hermenn voru þar, þegar mest gekk á, en þeir eru farnir. Flestir eru fegnir brottförinni. Aðeins 2% íbúanna sakna Breta samkvæmt skoðanakönnun. Borgarstjórinn segir sveitir skæruliða vera öflugri en íröksku lögregluna. Þrír hópar skæruliða berjast um völdin. En vafalaust mun Mahdi sigra, her æsingaklerksins Muktada al-Sadr. Talsmenn brezka og írakska hersins eru að ástæðulausu brattir með sig. Íbúarnir telja þá hafa tapað. Hvert ríkið á fætur öðru hefur nú gefizt upp á stríðinu gegn Írak.