Útvarpsmenn trylla

Fjölmiðlun

Símaspjallmenn í útvarpi eiga að vita, að bezt er að dempa óþverra þeirra, sem hringja inn. Flestir eru þeir meira eða minna froðufellandi og þurfa róandi samtöl. Gissur Sigurðsson og Heimir Karlsson á Bylgjunni ákváðu hins vegar að fara á götuvígin í fararbroddi sjúklinganna. Réðust á DV fyrir skúbbið um sveitarstjórann í Grímsey. Ég hneykslaðist á þeim félögum við það tækifæri. Nú hefur sannleikurinn smám saman verið að koma í ljós og er miklu alvarlegri en DV sagði á sínum tíma. Rétt er að endurtaka það, sem ég sagði þá: Fagmenn í blaðamennsku mega ekki trylla geðsjúklinga í símanum.