Er ekki kominn tími á ráðherrann Björn Bjarnason? Hann er ráðherra dóms- og kirkjumála. En heldur sig vera innanríkis- og hermálaráðherra. Nú er hann að baksa við að koma á fót 250 manna herliði til að kveða niður mótmæli með bryndrekum og tazer-byssum. Er ekki nær að eyða peningum í hefðbundna löggæzlu gegn ofbeldishneigðum fyllibyttum við skemmtistaði? Eða í leit að greifum fíkniefnabransans, sem aldrei finnast, þótt burðardýr séu tekin? Björn er kominn á bólakaf í þráhyggju hernaðar gegn fólkinu. Ég held, að Sjálfstæðisflokkurinn sé ósammála honum og þurfi að fá sér annan ráðherra.