Síðasta fíflið er ekki fundið enn. Þannig hljóðar ein merkasta hagfræði nútímans. Braskarar kaupa fyrirtæki í almannaþjónustu, svo sem síma, flug, fjölmiðil, hótel. Þessi fyrirtæki eiga góðvilja, sem ekki kemur að fullu fram í verði. Braskarinn hækkar verð og minnkar þjónustu. Fær rosalegan arð í nokkra mánuði. Það virkar flott í greiningardeildum og kauphöllum. Bjánar klappa saman lófum. Braskarinn selur “síðasta fíflinu” með miklum gróða og flýr af hólmi. Smám saman fatta gamlir kúnnar, að viðskiptin eru vond og fara annað. Tapazt hefur góðvild. Að heyja hana er algeng einnota aðgerð.