Hönnun vefmiðla

Punktar

Vísir og Mbl skara fram úr í hönnun vefmiðla. Fara eftir siglingareglum, sem alþjóðasátt er um. Notendur þreifa sig upp og niður flipa, sem liggja þvert yfir ofanverðar síður. Rúv er lakari, siglingafræðin fer þar bara niður, ekki upp aftur. DV-Birtingur er lakastur, siglingafræðin þar er tætt og gloppótt. Einnig er erfiðara að finna leitarboxið en á hinum miðlunum. Mikilvægt er að fylgja hefðum í reglum um siglingu á vef. Dagblöð, útvarp og sjónvarp hafa augljósa siglingafræði í tíma eða rúmi. Þar veiztu alltaf, hvar þú ert staddur. Þessa vitneskju þurfa vefsvæði hins vegar að búa til.