Mammon og Kristur

Punktar

Kristin trú og önnur trú, trúleysi og trúarefi eru allt skyldar skoðanir. Þær snúast um, að trú skipti nógu miklu til að hafa skoðanir á henni. En samanlagt eru hóparnir fjórir minnihluti í samfélaginu. Meirihluti fólks trúir hins vegar hvorki kristni né annarri trú, trúleysi né trúarefa. Þorri fólks trúir á mátt og gildi peninga, Mammon. Samfélagið er rekið á grunni þeirrar trúar. Spámenn hennar eru Friedrich Hayek og Milton Friedman. Trúin snýst um hólpni hins sterka með mestu jólagagjöfina og dýrasta jeppann. Með einkavæðingu og útrás, jólasveininn og markaðinn. Fátækir lendi í helvíti.