Las grein eftir biskup emeritus í Fréttablaðinu. Hún minnir mig á Joseph McCarthy, sem stýrði herferðinni gegn óamerískum áhrifum vestan hafs árið 1954. Sigurbjörn Einarsson endurtók hatramma vörn sonarins og kirkjufeðra gegn ímynduðum djöflum. Þeim, sem ofan á aðra mannvonzku vilji afnema litlu jólin. Barátta kirkjufeðganna líkist baráttu Don Kíkóta gegn vindmyllunum. Til viðbótar kemur svo hatrið, sem blindar sýn feðganna á sannleikann. Hann er sá, að enginn vill láta leggja niður litlu jólin. Tilgangurinn helgar bara meðalið hjá biskupi emeritus alveg eins og hjá óamerísku nefndinni.