Þjóðin er galin

Fjölmiðlun

Kærendur þurfa að sanna mál sitt í lýðræði, líka þeir, sem kæra fjölmiðla. Þannig er það í Bandaríkjunum. Menn þurfa að sanna, að fjölmiðill ljúgi. Í Bretlandi er sönnunarbyrði öfug. Þar þurfa fjölmiðlar að sanna að þeir segi satt. Þannig var það áður hér á landi. En nú hafa lög um persónuvernd verið sett ofar málfrelsi. Nú dugar ekki lengur fjölmiðlum að segja satt. Móðgist kærandi, er fjölmiðillinn sjálfkrafa dæmdur. Því fylgja engar smárefsingar. Meðalfjölmiðill sætir hærri sektum en samanlagðir ofbeldismenn og nauðgarar þjóðarinnar. Það er snargalið. Þjóðin vill þetta raunar, enda er hún galin.