Knight Ridder dagblöðin í Bandaríkjunum hlóðu upp Pulitzer-verðlaunum fyrir rannsóknir og fína blaðamennsku. Sérfræðingunum í Wall Street líkaði það illa. Töldu það draga niður svörtu tölurnar í afkomunni. Hal Jurgensmeyer forstjóri sagði hins vegar, að fyrirtækið væri ekki í fjölmiðlun. Það væri áhrifamiðlum, í félagslegum áhrifum og í söluáhrifum, en einkum þó í langtímaáhrifum. Hann þyrfti ekki 25% hagnað, heldur dygðu tölur innan við 10%. Knight Ridder dagblöðin héldu áfram að vera góð dagblöð. Af því að þau tóku ekkert mark á skammtímahugsun greiningarfræðinganna í Wall Street.