Samkvæmt nýjustu bandarískum tölum horfir illa fyrir dagblöðum. Traust á þeim verður upp urið árið 2015 og síðasti kúnninn hverfur fyrri hluta ársins 2043. Þau hafa gengið kaupum og sölum undanfarin ár. Gæði þeirra hafa verið minnkuð til að spara fé. Dreifingu hefur verið hætt í fátækum hverfum. Laun þar hafa verið lækkuð og góðir starfsmenn hafa horfið annað. Slíkt hafði í för með sér skammtímagróða og gífurlegar árangursgreiðslur til forstjóranna, meðan gróðinn hélzt. Þeir hurfu síðan hljóðlega á braut með sjóðina, er þeir höfðu étið upp góðvildina. Þetta vilja hluthafarnir.