Taka þarf á auknu ofbeldi í landinu. Það gerist með samstarfi ýmissa aðila. Alþingi kann að þurfa að setja harðari lög. Án tillits til sjónarmiða vandamálafræðinga, sem vilja lækna berserkina. Dómstólar kunna að þurfa að nýta refsiheimildir. Þeir hafa löngum vanmetið ofbeldi, enda eru dómarar í héraði ekki mestu mannvitsbrekkur landsins. Löggan kann að þurfa að koma á fót öflugri löggæzlu á hefðbundnum leiðum án skotvopna. Alþingi, dómstólar og löggan bera saman ábyrgð á aðgerðarleysi gegn aukningunni. Þeim ber að semja um vitrænar aðgerðir. Ekki um sálgæzlu berserkja eða tazer byssur.