Skipt um tilgang

Punktar

Talsmenn löggunnar hafa í nokkur ár reynt að gera lítið úr auknu ofbeldi í samfélaginu. Þeir segja tölur sýna, að ofbeldi sé óbreytt. Allir vita, að það er rugl, en enginn gat útskýrt, hver væri tilgangur löggunnar með því. Nú hafa talsmenn hennar sumpart snúið við blaðinu. Þeir segja ofbeldi gegn löggum vera orðið geigvænlegt. Þeir tala hins vegar ekkert um ofbeldi gegn fólki. Eins og ofbeldi gegn fólki sé óbreytt meðan ofbeldi gegn löggunni margfaldist. Eitthvað býr að baki. Nýr tilgangur er kominn í stað þess sem var. Kannski vantar lögguna allt í einu tazer-byssur til að skjóta á fólk.