Nokkrir dómar benda til, að Evrópudómstóllinn hafi vikið af réttri braut. Hann hefur úrskurðað, að samskipti fyrirtækja og utanhúss-lögfræðinga séu einkamál. Hann hefur úrskurðað gegn afskiptum verkalýðsfélaga af högum innflutts verkafólks. Hann hefur úrskurðað gegn myndatökum af frægðarfólki á opinberum stöðum. Þessir dómar eiga það sameiginlegt að vera andsnúnir gegnsæi í samfélaginu. Þeir auðvelda slúbbertum að stunda iðju sína án þess að hægt sé að varpa ljósi á hana. Gegnsæi er samt undirstaða lýðræðis. Það virkar ekki nema gegnsæi sé í heiðri haft. Dómarnir eru því ósigur Evrópu.