Stíflað internet

Fjölmiðlun

Internetið er að stíflast. Notkun á þungum skjölum hefur aukizt, til dæmis á bíómyndum. Myndskeið eru þyngri en hljóðskeið, sem eru margfalt þyngri en texti. Rúmlega 63 milljónir manna horfðu á Evolution of Dance á YouTube. Fólk er farið að nota sjónvarp á netinu og tala í síma á netinu. Þetta er að leiða til samgöngutruflana. Til að bæta stöðuna þarf að leggja fleiri og stærri ljósleiðara. Hver á að borga samgöngubæturnar? Fólk borgar núna flatt gjald fyrir ótakmarkaðan aðgang að internetinu. Líklega verður reynt að leggja aukagjald á notkun YouTube og aðra þungaflutninga myndmiðla.