Fyrir sjúklingana

Punktar

Loksins er farið að hugsa um sjúklinga. Í stað óra um nýtt hátæknisjúkrahús á að fara að sinna sjúklingum á hátæknisjúkrahúsinu, sem til er. Í stað þess að hafa þá í fjölbýli á herbergjum og jafnvel frammi á göngum. Hingað til hefur vist á Landspítalanum aðeins verið fyrir fílhrausta, hinir verða veikir. Nú á að byggja einbýli með snyrtingu fyrir sjúklingana. Þeim á að líða svo vel, að þeim batni. Stækkun Landspítalans verður hugsuð út frá sjónarhóli sjúklinga. Það er flott stefnubreyting frá síðustu ríkisstjórn. Ekki veitir af að byrja strax, því að byggingaferlið tekur heil sjö ár.