Bezti flugvöllur Evrópu er Strauss í München að mati World Airport Awards. Þar á ofan er München bezta ferðamannaborg Evrópu. Næstir flugvalla koma Zürich, Amsterdam og Barajas í Madrid. Íslenzku flugfélögin ættu að fljúga til þessara valla fremur en annarra. Allra sízt ættu þau að fljúga til Heathrow, sem að mati WAA er versti flugvöllur Evrópu. Nógir aðrir eru við London, til dæmis Stansted, sem Iceland Express notar. Við hlið Heathrow á botninum eru Gaulle í París, Fiumicino í Róm og Frankfurt. WAA segir enga góða flugvelli í Bandaríkjunum, þar er litið á flugfarþega sem terrorista.