Mér fannst skrítið á sjá tvo fréttamenn útvarpsins taka við blómum fyrir góða frammistöðu í málum innflytjenda. Samtök um eina tegund félagslegs rétttrúnaðar veittu blómin. Fyrir mér er óbærilegt að sjá fagmenn í minni grein taka við verðlaunum fyrir þjónustu við félagslegan rétttrúnað eða aðra hagsmuni úti í bæ. Fréttamenn hljóta að vera nógu utangarðs og nógu sjálfstæðir til að slík verðlaun komi ekki til greina. Mér finnst blóm útvarpsmanna vera skæðari spilling en áfengi Jóhönnu og hinna ráðherranna. Þau segja mér, að eitthvað sé rammskakkt í sjálfsmynd fréttastéttarinnar.