Eysteinska og frjálshyggja

Punktar

Í eftirmála eysteinskunnar studdi ég frjálshyggju, taldi hana margra meina bót. En aldrei allra meina bót. Nú er frjálshyggjan komin fram úr mér. Hún er búin að skila öllu því góða, sem ég vænti. Hún er farin að hjakka í sjálfkjörnum ríkisrekstri á borð við samgönguæðar og heilsugæzlu. Hún er nú að berjast fyrir málum, sem hafa mislukkast erlendis, bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Við þurfum nú að verjast frjálshyggjunni, hindra einkavæðingu ljósleiðaranna og neðansjávarkaplanna, hindra einkavæðingu spítalanna. Við þurfum líka að hafna þeirri stefnu að ruður í fátæka séu nægileg velferð.