Evrópa fellur

Fjölmiðlun

Fyrir jólin kúgaði Evrópusambandið símafélög álfunnar til að lækka verð á reikisamtölum erlendis. Vodafone barðist hart gegn lækkuninni eins og önnur símafélög. Í fyrsta tölublaði dagblaða nýs árs auglýsir Vodafone lækkun með fyrirsögninni: Evrópa fellur. Auglýsingin lætur í veðri vaka, að lækkunin sé árangur feiknarástar fyrirtækisins á viðskiptamönnum. Hún er samin af ímyndarfræðingum, sem bara kunna að spinna, að svart sé hvítt. Við skulum hafa á hreinu, að það var ekki ást símafélaga á kúnnunum, heldur hrammur Evrópu, sem stýrði þessu. Við skulum þakka réttum aðila, Evrópusambandinu.