Ríkisstjórnin er á bólakafi í undarlegum mannaráðningum. Hún hleypir grísum sínum einum að ríkistroginu. Sonur Davíðs fékk embætti við héraðsdóm, atvinnukrati fékk orkustofnun og genetískt íhald fékk ferðamálastofnun. Í öllum tilvikum var gengið framhjá hæfari umsækjendum. Allt er því við það sama í svínaríinu, nema hvað Samfylkingin er komin í stað Framsóknar. Mér kemur ekki á óvart, að Össur Skarphéðinsson ráðherra er á bólakafi í þessu. Ég held, að ríkisstjórnin muni ná vel saman í spillingunni, enda hefur hún feiknarlegt fylgi. Fólk telur eðlilegt, að hún haldi sig í svínastíunni.