65 milljón bókatitlar eru til í heiminum. Þar af lætur Google skanna 10 milljón bækur á ári. Það tekur fyrirtækið sjö ár að skanna alla bókaútgáfu heimsins frá upphafi til Arnalds Indriðasonar. Hægt verður að leita í öllu þessu að einu orði á sekúndubroti. Það er kominn stafrænn tími, bless Gutenberg, bless tollpóstur. Fljótlega verður hætt að prenta ýmsar gerðir bóka. Alfræði er að mestu komin á vefinn, einnig símaskrár og uppskriftir. Kennslubækur munu fylgja næst, þær þarf að yngja upp árlega. Síðastar verða skáldsögurnar, þær bíða eftir mjúkum, flötum tölvum til að hafa í rúminu.