Baneitrað borgarskipulag

Punktar

Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi hefur góðar skoðanir á borgarskipulagi. En hann hefur verið næsta áhrifalaus árum saman. Reykjavíkurlistinn fyrst og síðan Samfylkingin hafa stýrt eyðileggingu gamla miðbæjarins. Með því að byggja stóra steypukassa innan um lítil bárujárnshús. Kannski er kjósendum illa við fögur hús, finnst þau fátækleg. Kannski hafa FAÍ arkitektar í borgarskipulaginu verið látnir ráða ferðinni. Kannski hafa verktakar stýrt málum með spillingu, sem er alþekkt erlendis, einkum í Bandaríkjunum. Árum saman hefur borgarskipulagið verið baneitrað. Fólk er loks farið að kvarta.