Camorran og ruslið

Punktar

Camorran er sterkari í Napolí en mafían á Sikiley. Til dæmis verða allir læknar borgarinnar að borga henni skatt. Hún ræður mestu í bæjarstjórninni og græðir á ruslinu eins og aðrar glæpaklíkur. En ræður greinilega ekki við það. Sérkennilegt er, að ríkisstjórnin skuli grípa inn í þetta með því að senda herinn. Íbúar í borginni hafa spillt fyrir tilraunum til að koma ruslinu burt. Er almenningur í Napólí hallur undir camorruna? Kannski er Romano Prodi forsætisráðherra á flókinn hátt að nota tækifærið til að grafa undan glæpahringnum. Með því að taka að sér hlutverk, sem camorran átti.