Viðhorf til gamalla hverfa er að breytast og nær til allra stjórnmálaafla. Fyrrverandi borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins og núverandi borgarstjóri Samfylkingarinnar eru á svipuðu róli. Hinn fyrri út af brunahúsum við Lækjartorg og hinn síðari út af neðstu húsum Laugavegs. Þeir vilja vinda ofan af æðibunugangi við gerð nýrra húsa í gömlum hverfum. Og geta hugsað sér að leggja í kostnað vegna þessa. Fólk er farið að átta sig á, að of mikið tillit hefur verið tekið til óska fyrirtækja um aukið verðmæti lóða. Og of lítið tillit tekið til hverfisfegurðar og gamalgróins nágrennis.