Flokkar og fjölmiðlar

Punktar

Íslenzkir stjórnmálaflokkar taka sérhagsmuni yfirleitt fram yfir hagsmuni almennings. Dæmi um það eru kvótakóngar, landbúnaður, lóðir fyrir verktaka, sala einokunar ríkisins og innviða samfélagsins í hendur einkaaðila, verndun fáokunar á borð við tryggingar, olíu og benzín, flug og síma. Flokkarnir þjónusta ofbeldi í umheiminum án þess að leita ráða almennings. Hefðbundnir fréttamiðlar hafa nánast ekki veitt almenningi neina vörn í aðför stjórnvalda gegn hagsmunum og vilja hans. Þeir líta á neytendamál og andstöðu við orkuver sem ómarktæka sérvizku. Fyrirlíta fólk.