Baugur hefur keypt þriðjung í akstursliðinu Williams, sem keppir í Formúlu 1. Þetta segir Brad Spurgeon á vefsíðu International Herald Tribune í morgun. Meðal annarra eigenda liðsins er Hamleys, sem einnig er í eigu Baugs. Williams er miðlungs lið í bransanum, varð frægt árið 1997, þegar Jacques Villeneuve var ökumaður. Ökumenn á þessu ári verða Nico Rosberg, sem varð níundi í fyrra, og nýliðinn Kazuki Nakajima.