Drekka sjaldan og illa

Punktar

Íslendingar drekka sjaldan og illa. Sturta í sig um helgar, fara á bari og skandalísera, jafnvel til vandræða. Fáir drekka daglega að hætti Suður-Evrópu. Þar drekka menn mikið, en ekki til vandræða. Skorpulifur er þar algeng, en til skamms tíma nánast óþekkt á Íslandi. Hér fær lifrin að hreinsa sig milli helga. Við höfum aðrar tegundir áfengiskvilla en þjóðir bjórs og rauðvíns. Við höfum alkóhólisma, sem þekkist varla á Spáni og Ítalíu. Heildarmagn áfengis segir takmarkaða sögu. Meira máli skiptir hversu oft og hversu illa er drukkið. Íslendingar drekka sjaldan og illa.