Prenthæfur sannleikur

Fjölmiðlun

Minna ber á fólki, sem gagnrýnir skrif um atriði, sem það vill ekki sjá. DV hefur ekki verið gagnrýnt harðlega fyrir að birta viðtal við fólk suður með sjó, sem kallar sig rasista. Stundum hefði hvinið meira í tálknunum út af slíku. Kannski er á undanhaldi sú skoðun, að fjölmiðlar framleiði vandamál með því að birta um þau. Betra sé að þegja óþægileg mál í hel. Hitt er augljóst, að vandamál fara ekki, þótt menn stingi haus í sand. Enginn vandi er slíkur, að ekki beri að fjalla um hann. Sannleikurinn hefur alltaf gert menn frjálsa. Mun einnig gera það hér á landi um síðir. Nema í héraðsdómi.