Ritstjórn Fréttablaðsins hafnaði afslætti á benzíni hjá Skeljungi í samræmi við siðareglur blaðsins. En ritstjórn Stöðvar tvö í sama fyrirtæki hafði ekki hafnað þessu, þegar ég síðast vissi. Þetta endurspeglar mun á dagblaði og sjónvarpsstöð. Dagblað fylgir gömlum hefðum og setur sér siðareglur, sem notendum eru birtar. Sjónvarpsstöð gerir slíkt ekki. Hefð dagblaðs felst í fréttum, en hefð sjónvarps er skemmtun. Fréttatengt efni líkist þar æ meira skemmtiefni. Það sérkennilega og hlægilega er, að fólk treystir sjónvarpi betur en dagblöðum. Enda sagði frægur olíuforstjóri: “Fólk er fífl.”