Fjölmiðlar eru ekki hluti dómskerfis. Þeir fella ekki dóma, þegar þeir segja hver gerði hvað. Það er fyrsta og síðasta skylda fjölmiðils að svara slíku. Hver ruddist með exi inn á móður með smábarn? Hver handrukkaði í Vogunum um svipað leyti? Í svona málum er enginn vafi á, hver var að verki. Það náðist í mennina. Auðvitað á að birta nöfn þeirra og sýna mynd af þeim. Annað er ræfildómur. Því miður hefur félagslegur réttrúnaður kúgað íslenzka fjölmiðla til að játast undir okið: Nomina sunt odiosa. Þjóðfélag er ekki frjálst, þar sem fjölmiðlar svara ekki spurningunni: Hver gerði hvað?