Nomina sunt odiosa

Fjölmiðlun

Fjölmiðlar eru ekki hluti dómskerfis. Þeir fella ekki dóma, þegar þeir segja hver gerði hvað. Það er fyrsta og síðasta skylda fjölmiðils að svara slíku. Hver ruddist með exi inn á móður með smábarn? Hver handrukkaði í Vogunum um svipað leyti? Í svona málum er enginn vafi á, hver var að verki. Það náðist í mennina. Auðvitað á að birta nöfn þeirra og sýna mynd af þeim. Annað er ræfildómur. Því miður hefur félagslegur réttrúnaður kúgað íslenzka fjölmiðla til að játast undir okið: Nomina sunt odiosa. Þjóðfélag er ekki frjálst, þar sem fjölmiðlar svara ekki spurningunni: Hver gerði hvað?