Í bókinni Escaping Plato’s Cave lýsir Mort Rosenblum, hvernig fjölmiðlar hafa versnað í Bandaríkjunum frá aldamótum. Fjölmiðlarnir komust í eigu grúppa, sem hugsa mest um ársfjórðungsuppgjör. Og eigendurnir eru aðallega róttækir hægri sinnar, sem trúa á yfirvöldin. Einkum hafa þeir áhyggjur af gengi George W. Bush. Siðlausir markaðsfræðingar komu í stað frétta- og ritstjóra, fagmanna, skólaðra á vígvelli stríðsfrétta. Fjölmiðlarnir eru farnir að missa af alvörufréttum, sem birtast fyrst á vefnum. Erlendar fréttir eru tæpast lengur birtar, því að þær eru taldar skaða forsetann.