Lyfjaiðnaðurinn

Punktar

Framleiðendur Prozac og Paxil birtu ekki niðurstöður rannsókna, sem sýndu, að lyfin komu að litlu gagni. Aðeins voru birtar þær niðurstöður, sem voru hagstæðar lyfjunum. Hinar voru þó yfirgripsmeiri og meira traustvekjandi. Þetta segir í nýjasta tölublaði The New England Journal of Medicine. Þar er fjallað um tilraunir lyfjaframleiðenda til að troða pillum upp á fólk. Með fölsuðum niðurstöðum rannsókna og mútum til lækna. Með greinaskrifum eftir hagsmunatengda lækna í þekktum læknaritum. Lyfjaiðnaðurinn er frægur fyrir að nota meira fjármagn í mútur og almannatengsli en í lyfjarannsóknir.