Með því að sameina prentmiðlun og vefmiðlun geta dagblöð frestað dauða sínum. En sá dagur mun koma, að dagblöð verða að flytja sig alveg yfir í nýtt viðskiptamynstur. Þar sem enginn séns er á tekjum af áskrift. Segja skilið við úreltan pappír og handvirka dreifingu. Sem betur fer hafa þau forskot inn í stafrænu öldina. Hafa sum komið sér vel fyrir á vefnum. Þau framleiða gildi, einkum staðbundið efni, sem notendur fjölmiðla fá ekki annars staðar. En tíminn er naumur. Blaðamenn þurfa hraðar að laga sig að vefnum, læra snarpari stíl, átta sig á hljóð- og myndbitum. Læra tæknina.