Watergate framtíðarinnar

Fjölmiðlun

Persónumiðlun er farin að gnæfa yfir fréttamiðlun. Facebook, MySpace og YouTube eru orðnir stærstu miðlar í heimi, allir persónumiðlar. Í hópi fréttamiðla hefur Google tekið forustu. Sjónvarp segir í auknum mæli pass í fréttum og dagblöð eru á undanhaldi. Þau loka útibúum erlendis og fækka fagmönnum. Dagblöð hafa ætíð verið hornsteinn frétta; dagblöð og bækur eru 95% allrar rannsóknablaðamennsku. Því má spyrja, hverjir birti Watergate-fréttir í framtíðinni. Þegar Google og Wiki eiga að sjá um fréttamiðlun og Facebook, MySpace og YouTube um persónumiðlun. Verður það bara NewYorker?