Ungt fólk er að verða frábitið fréttamiðlum. Dagblöð höfða ekki til ungs fólks. Það kaupir ekki áskriftir og mun ekki kaupa þær. Sjónvarp er líka á undanhaldi sem fréttamiðill, unga fólkið sækir í staðinn á vefinn. Þar eru mest freistandi persónumiðlar á borð við Facebook, MySpace og YouTube. Í auknum mælir fylgist ungt fólk ekki með hefðbundnum fréttum af pólitískum málum. Nema endurspeglun þeirra í skemmtiþáttum, þó ekki í Spaugstofunni. Þetta er áhyggjuefni, því að fólk getur tæpast verið hlutgengir borgarar með atkvæðisrétti, ef það fylgist ekki með. Með pólitíkinni og framtíðinni.