Almennt eru grúppur skaðlegar neytendum. Þær eru stofnaðar til að einoka eða fáoka markað, hækka verð á verri vöru og minni þjónustu. Markaðsbrögð leysa eðlileg samskipti við kúnna af hólmi. Gömul viðskiptavild er keypt fyrir slikk og étin út. Þetta gildir ekki alltaf, eins og sýnir dæmið um Hafrúnu við Skipholt. Hún er aftur orðin sama gamla, góða fiskbúðin og hún áður var. Hins vegar gildir þetta um Gallery Kjöt, sem lét mig hafa ónýtt sauðahangikjöt. Þótt ég varaði kaupmanninn við. Boðsgestirnir koma ekki til mín aftur og ég kem ekki aftur í Gallerý Kjöt. Þar er skæð grúppa á ferð.