Kennslubók textastíls

Fjölmiðlun

Meðal efnis í glósubók minni í blaðamennsku verða 24 fyrirlestrar um stíl. Þeir eru ætlaðir fréttamönnum og öðrum, sem þurfa að koma upplýsingum á framfæri og vilja ekki misskiljast. Þar er dreginn dár að stíl fræðimanna og kenndur alþýðustíll. Fólki kennt að setja punkt og stóran staf. Kennt að þétta texta niður um þrjá fjórðu hluta án þess að sleppa neinu. Kennt að forðast klisjur, orðtök og spakmæli, froðuna, sem einkennir texta presta og pólitíkusa. Þar er kennt að nota frumlag, umsögn og andlag án aðskotaorða. Í kennslubókinni er kennt rennsli, fegurð og tónn í hröðum nútímatexta.