Auðskilinn texti á skjá

Fjölmiðlun

Skáldskapur þarf enga textafræðí. Höfundar geta haft stafsetningu, málfræði og setningarfræði sem þeim þóknast. Eða sem kaupendur verka þeirra sætta sig við. Öðru máli gegnir um fréttamenn og aðra, sem þurfa að ná skilningi. Þeir þurfa að skrifa auðskilinn texta. Þeir mega ekki skrifa dulmál. Því miður er íslenzkur texti oft torskilinn, einkum þó langdreginn. Hann er skrifaður án tillits til lögmála góðs stíls. Lögmálin þjóna góðum skilningi á tíma óþolinmæði, hraða og tímaskorts. Fréttamenn og aðrir höfundar slíks texta þurfa að vera auðskildir á einum skjá í senn, birtingarmynd nútímans.