Contessan, sem á skíðahótelið hér í Madonna, leggur mikið upp úr morgunmat. Hún býður heilan flugvöll af sætabrauði, þar á meðal rjómatertur. Ég hef alltaf verið heillaður af Sankti Hubertus við eina helztu skíðalyftuna í bænum. Hef verið þarna næstum árlega á sama tíma. Undirvitundin segir mér, að þarna hafa verið kampavín í morgunmatnum fyrsta árið. Contessan segir mér, að svo hafi ekki verið. Ég þori ekki að segja, að minnið sé að bresta hjá henni. Hér er Ítalía, ekki Suður-Týról og því er maturinn fínn, hvert veitingahúsið við hlið annars, frábær dádýr og silungar á 1.800 krónur.