Sinfónía með Bó og Bubba

Punktar

Mér er minnisstæður söngleikurinn Jesús Kristur Súperstar í gamla daga í Austurbæjarbíói. Þar sungu ýmsir raularar í hljóðnema. Sýninguna átti Jón Sigurbjörnsson, sem söng æðstaprestinn Kaífas án hljóðnema svo að húsið skalf. Nú eru ýmsir vinsælir raularar nútímans farnir að halda svonefnda stórtónleika. Þar raula þeir í hljóðnema undir spili og söng fagmanna. Fátæk sinfónían er keypt til að blanda fagmennsku í raulið, sem fólk vill heyra. Þetta er endurtekið í sjónvarpi. Þá leynir sér ekki, hversu lítið kunna Bó og Bubbi, sem aðallega eru fagmenn í sjóbisness fyrir bjána.