Félagsfræðingurinn C. Wright Mills sagði: “Flókinn stíll fleirkvæðisorða ræður ríkjum í félagsfræðum. Þessi torskildi stíll stafar ekki af flókinni hugsun. Hann byggist nánast bara á ruglingi í höfði menntamanns um, hver sé staða hans í tilverunni.” Douglas Chadwick hjá New York Times sagði: “Oft skiljum við þeim mun minna, sem höfundar útskýra meira. Apar virðast skilja það, sem aðrir apar segja þeim. En vafasamt er, að vísindamenn skilji það, sem þeir segja hver öðrum.” Talcott Parsons var merkastur félagsfræðinga. Hann samdi þykka bók af rugli til að finna út, að “sækjast sér um líkir”.