Vondur texti fræðimanna: “Viðurkenning á þeirri staðreynd, að kerfi í málfræði eru breytileg frá einu tungumáli til annars getur verið grunnur að alvarlegri skoðun á vandamálum, sem þýðendur stórverka í heimsbókmenntum standa andspænis, þegar þeir þýða af öðrum málum en ensku.” Þetta er vondur texti í 38 orðum. Helmingi styttra er efnið á máli almennings og þýðir þar: “Þegar við skiljum, að tungumál hafa misjafna málfræði, getum við skilið vandamál þeirra, sem þýða heimsbókmenntir yfir á ensku.” Þetta eru 19 orð. Alþýðustíll er styttri, einfaldari og skýrari en stíll ritgerðahöfunda.