Hinn ítalski Berlusconi

Punktar

Dálæti Ítala á svindlaranum Silvio Berlusconi er óskiljanlegt. Hann hefur leynt og ljóst notað pólitík til að búa til svigrúm spillingar fyrir sig. Látið semja klæðskerasniðin lög, sem efnislega snúast um friðhelgi hans sjálfs. Nú er ríkisstjórn Romano Prodi fallin og Berlusconi er talinn eiga vísan meirihluta í nýjum kosningum. Þótt heiðarleg pólitík eigi góðan fulltrúa í Walter Veltroni, borgarstjóra Rómar. Ítalir hafa lengi þolað spillingu í pólitík. Mafían á Sikiley, Camorran í Napólí og Ndranghetan á Kalabríuskaga eru dæmi um firringu og pólitískan vanþroska margra Ítala.