Merking orðsins Herra hefur skekkzt. Upprunalega var það ekki kyntengt orð eins og í samsetningunni: “Herrar mínir og frúr”. Áður þýddi það Húsbóndi. Á miðöldum gátu frúr verið herrar, ef þær voru húsbændur. Herra var orð, sem táknaði stéttaskiptingu, ekki kyn. Aðalsmenn og aðalskonur voru herrar þeirra, sem undir þá og þær voru settir. Því er vel við hæfi, að ráðherrar heiti ráðherrar, hvort sem þeir eru karlar eða konur. Orðið hefur líka þann kost, að það gerir mannamun. Sumir ráðherrar eru jafnari en annað fólk. Svo sem þegar þær þurfa að veita tengdadætrunum ótímabæran ríkisborgararétt.