Hvar eru netþjónabú?

Punktar

Bankarnir sögðu um daginn, að Íbúðalánasjóður væri óþarfur. Nú hafa þeir skrúfað fyrir íbúðalán. Við skulum muna það næst, þegar þeir rífa kjaft á opinberum vettvangi. Undir stjórn Samfylkingarinnar heldur velferð áfram að dragast saman, einn nagli á viku í líkkistuna. Nú er uppbygging stóriðju að verða búin og hvað á að taka við til að tryggja lífskjör? Ríkisstjórnin hefur tuldrað um netþjónabú, en ekki tekið lifandi forustu í málinu. Við höfum árum saman búið við ríkisstjórn, sem steinsvaf undir sæng stóriðju og gerði ekkert. Nýja ríkisstjórnin virðist ætla að sofa vært undir sömu sæng.