Eitt af siðleysisblöðum Moggans kom út á laugardaginn. Þar var Kína til umræðu. Texti blaðsins var eingöngu áróður fyrirtækja, sem vilja hagnast á viðskiptum við Kína. Ekkert kom þar annað fram, en að Kína væri eins konar himnaríki. Hvergi í blaðinu var minnzt á, að Kína er með verstu ríkjum heims. Kína er höfuðborg harðstjórnar og einræðis í heiminum um þessar mundir. Þar er veraldarvefnum stjórnað með harðri hendi og allt andóf kæft í fæðingu. Þegar Mogginn hyggst birta fleiri hórdómsblöð, má hann muna, að lýðræði og gegnsæi er gott. Betra en bissniss við heimsins mesta ósóma.