Sem ritstjóri og síðar sem kennari í blaðamennsku hef ég ætíð verið á móti nafnlausum höfundum frétta og skoðana. Hef raunar samið siðareglur fyrir DV og Fréttablaðið, sem fela slíkt í sér. Skoðun mín byggist á, að hér sé vestrænt lýðræði, en ekki austræn harðstjórn eins og í Burma. En ég fer að efast, er ritstjórar og útgefendur þora ekki lengur að birta nöfn og myndir af ótta við milljónasektir frá krumpuðum dómurum. Meðan svo er, getur fólk, sem er utan siðareglna fjölmiðla, komið í stað hefðbundinna fjölmiðlunga. Með því að setja slíkt efni undir dulnefni í frjálsa bandaríska netmiðla.