Enskur skaðræðistexti

Fjölmiðlun

Marklaus er afsökunarbeiðni Extrabladet og skaðabæturnar, sem blaðið hefur greitt Kaupþingi. Blaðið gerði mistök, þýddi efni sitt á ensku. Þannig gaf það bankanum færi á að kæra í Bretlandi, þar sem tjáningarfrelsi er lítið. Fjölmiðlar eru þar sjálfvirkt dæmdir fyrir að segja satt eins og á Íslandi. Slík niðurstaða segir ekkert um málsefni og bætir stöðu bankans ekki neitt. Samkvæmt dönskum lögum hefði Kaupþing ekki náð neinum árangri í kærumálum í Kaupmannahöfn. Þetta mál er alveg eins vaxið og þegar Jón Ólafsson kærði Hannes Hólmstein Gissurarson í London fyrir texta, sem var þýddur á ensku.