Röð af réttum

Veitingar

Á Fiskmarkaðinum í Aðalstræti byrjaði hádegisveizlan með krónhirti og okra á stökku rækjubrauði austrænu. Síðan kom rauður linkrabbi, djúpsteiktur í tempura, og smokkfiskur í jalapeno-piparsósu. Þriðji réttur var furðulega fagurt klettasalat með mangó og klementínum. Næst kom hrár fiskur, maki-rúlla með laxahrognum, smálúða sashimi, svo og barri og smokkfiskur á sushi. Í aðalrétt fékk ég viðargrillaðan lax í koparlaufi með risotto-pylsu, sveppum og jarðarberjum. Seinni aðalrétturinn fólst í tvenns konar skötusel. Að lokum birtist brenndur búðingur og súkkulaðiís. Ég stundi.